Tveimur flugvélum í millilandaflugi var vísað til Egilsstaða nú í kvöld vegna veðurs. Annars vegar var um að ræða vél Wizz air sem kom frá Riga og er þegar lent og hins vegar vél Icelandair sem kom frá Berlin og er við það að lenda.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við mbl.is að farþegar Icelandair muni gista á Egilsstöðum yfir nóttina og að líklega muni flugvélin verða þar fram á morgun.