Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars í farvegi

Heimili Kristjáns Gunnars í Vesturbænum.
Heimili Kristjáns Gunnars í Vesturbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rann­sókn á meint­um brot­um Kristjáns Gunn­ars Valdi­mars­son­ar stend­ur enn og er í eðli­leg­um far­vegi. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir á þess­ari stundu hve lang­an tíma hún muni taka.

Þetta seg­ir Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Að öðru leyti tjá­ir hann sig ekki um fram­gang rann­sókn­ar­inn­ar og vill ekki segja til um hvort önn­ur kona, þá sú fjórða, hafi til­kynnt lög­reglu um meint kyn­ferðis­brot á hend­ur Kristjáni Gunn­ari, eins og greint var frá í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 30. des­em­ber síðastliðinn.

Kristján Gunn­ar var hand­tek­inn á heim­ili sínu í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur aðfaranótt aðfanga­dags, grunaður um að hafa frels­is­svipt unga konu í allt að tíu daga og brotið kyn­ferðis­lega gegn henni. Hann var lát­inn laus að lok­inni skýrslu­töku en hand­tek­inn að nýju að morgni jóla­dags, þá grunaður um að hafa frels­is­svipt tvær ung­ar kon­ur og brotið gegn þeim.

Var Kristján Gunn­ar þá úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 29. des­em­ber. Lög­regla fór fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir Kristjáni Gunn­ari á grund­velli rann­sókn­ar- og al­manna­hags­muna. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur og Lands­rétt­ur höfnuðu kröfu lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert