Frusu fastir við veginn

Facebook-síða Kyndils

Nótt­in var frem­ur róleg hjá björ­g­un­ar­sveitum lands­ins miðað við undanfarna daga og næt­ur að sögn Davíðs Más Bj­arnasonar, upplýs­ing­a­fu­llt­rúa Sly­s­av­a­rnaf­élags­ins Landsbjargar. 

Björ­g­un­ar­sveitar­f­ólk var kallað út á Skag­ast­rönd vegna fokt­jóns í sum­ar­bústöðum og eins til að aðstoða fólk í va­nda á vegum úti.

Björ­g­un­ar­sveitin Ky­nd­ill á Ki­r­k­ju­bæj­ar­k­la­ust­ri stóð va­kt­ina við vega­lokun í gær og fram á kvöld. Um kvöldm­a­tar­ley­tið voru ræstir út fleiri menn vegna ferðmanna í va­nd­ræðum við Núpa en þeir komu að aust­an. Ferðalöng­unum var komið á hó­t­el en bílarnir skild­ir eftir þar sem þeir höfðu fr­osið fastir við veginn vegna hita frá vélarrú­mi. Á þessum tíma mæld­ust 50 metrar á sek­úndu í hviðum við Lóm­agnúp. Þetta kem­ur fram í Facebook-færslu björ­g­un­ar­sveitarinnar.

Gul og appels­ínu­g­ul viðvör­un verður í gildi um allt land í dag, þriðjudaginn 14. janúar. Eins og staðan er núna ekur Strætó aðeins á Suðurnes­jum og milli Rey­kj­aví­kur og Self­oss. Allur annar akst­ur á landsby­ggðinni fellur niður vegna veðurs og ófærðar.

Stjórnstöð Strætó fy­lg­ist náið með stöðunni og tilk­y­nnir um fráv­ik sem kunna að verða á akstri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert