Skólahald fellur niður

mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Allt skóla­hald við Klé­bergs­skóla á Kjal­ar­nesi fell­ur niður í dag. Um er að ræða bæði grunn- og leik­skóla. Mælst er til þess að for­eldr­ar fylgi börn­um yngri en 12 ára til skóla í Reykja­vík í dag. Gul viðvör­un er í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni fer vind­ur yfir 45 metra á sek­úndu í hviðum á Kjal­ar­nesi.

Afar hvasst er á Kjalarnesi og hefur skólahald verið fellt …
Afar hvasst er á Kjal­ar­nesi og hef­ur skóla­hald verið fellt niður. Eins keyr­ir strætó ekki þangað. Skjá­skot af vef Vega­gerðar­inn­ar

Guðmund­ur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, seg­ir að nán­ast all­ar ferðir Strætó á lands­byggðinni liggi niðri en ekið er á Suður­nes­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert