Skýrslutökur og gagnöflun standa enn yfir

Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgun 39 ferðamanna.
Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgun 39 ferðamanna.

Skýrslutökur og gagnöflun standa enn yfir í rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á máli 39 ferðamanna sem lentu í hrakningum í vélsleðaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland 7. janúar.

Þetta segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. 

Formlegar skýrslutökur af starfsmönnum og forsvarsfólki Mountaineers eru hafnar. Um er að ræða umfangsmikla rannsókn, sem gæti tekið talsverðan tíma, að sögn Elísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert