Ólíklegt að veðrið breytist á næstunni

Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir eru í gildi í dag á nokkrum landsvæðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur segir að það hafi verið órólegt veður á landinu undanfarið og það eru ekki horfur á að það breytist á næstunni. 

„Í dag er útlit fyrir hvassa suðvestanátt á landinu, jafnvel stormur á stöku stað. Það gengur víða á með éljum, en hins vegar léttir til austanlands. Veður er að kólna hjá okkur og síðdegis verður hiti yfirleitt kringum frostmark. Hvass vindur og snjóél geta valdið erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð og eru gular viðvaranir í gildi í dag á nokkrum landsvæðum.

Á morgun lægir vindinn og dregur úr éljunum, eitthvað af þeim verður þó áfram á sveimi. Annað kvöld má síðan búast við vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands og fer að hlýna.

Á miðvikudag er stíf sunnanátt í kortunum með rigningu og hlýindum, en snýst síðan til vestanáttar og kólnar og um kvöldið verða komin snjóél aftur á vesturhelmingi landsins.
Það hefur verið órólegt veður á landinu undanfarið og það eru ekki horfur á að það breytist á næstunni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Við Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 9 og gildir til 21:00. „Hvassviðri með vindhraða á bilinu 15-20 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Við Breiðafjörð gildir gul viðvörun frá klukkan 9 til klukkan 22 í kvöld. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-23 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Á Vestfjörðum er gul viðvörun frá 9 til klukkan 1 í nótt. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-23 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun frá klukkan 11 og gildir hún til klukkan 2 í nótt. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-23 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Á miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 10 og gildir til 3 í nótt. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Einnig má búast við talsverðum éljagangi með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“

Veðurspáin fyrir næstu daga

Suðvestan 15-23 m/s í dag, hvassast um landið norðvestanvert. Víða él, en léttir til austanlands. Kólnandi veður, hiti kringum frostmark þegar kemur fram á daginn.
Suðvestan 8-13 á morgun og dálítil él, en áfram bjart austan til á landinu. Vaxandi sunnanátt annað kvöld með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands og hlýnar.

Á þriðjudag:

Suðvestan 8-13 m/s og dálítil él, en bjart austan til á landinu. Hiti nálægt frostmarki. Vaxandi sunnanátt um kvöldið með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands og hlýnar.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 13-20 m/s og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari um kvöldið með éljum og kólnar, en rofar til um landið austanvert.

Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 13-20 m/s og éljagangur, en léttskýjað austan til á landinu. Frost 0 til 4 stig.

Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og snjókoma eða él, en þurrt austanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Líkur á norðanstormi með snjókomu, en úrkomulaust sunnanlands. Vægt frost.

Veðrið á mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert