Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru beðnir um að sækja börn sín á meðan gul veðurviðvörun er í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var foreldrum.
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 17:00 í dag.
Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar er suðvestanhvassviðri eða -stormur og vindhraði á bilinu 18 til 23 m/s.
Talsverður éljagangur með lélegu skyggni og hálka á vegum og stígum. Fólki er bent á að sýna varkárni.