Rafmagnstruflanir næstu daga og vikur

Viðgerðir standa yfir víða, meðal annars á Hvolsvallarlínu þar sem …
Viðgerðir standa yfir víða, meðal annars á Hvolsvallarlínu þar sem fjöldi stæða skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir á föstudag. Ljósmynd/Franz Friðriksson/Landsnet

Rafmagnstruflanir verða næstu daga og vikur vegna viðgerða sem sinna þarf í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið á föstudag. Staðan er einna verst á Suðurlandi. 

5.600 heim­ili og vinnustaðir urðu raf­magns­laus á svæði Rarik í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flest­ir á Suður­landi og Suðaust­ur­landi. Lang­flest­ir eru komn­ir með raf­magn aft­ur. Rúm­lega 100 staur­ar brotnuðu og einnig var eitt­hvað um vírslit og slá­ar­brot.

Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að flutningskerfið sé laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma meðan á viðgerð stendur.

Á Suðurlandi eru allir með rafmagn eftir því sem best er vitað, fyrir utan nokkur sumarhús. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi eru allir komnir með rafmagn eftir því sem best er vitað. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum meðan á þeim stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert