Rafmagnstruflanir næstu daga og vikur

Viðgerðir standa yfir víða, meðal annars á Hvolsvallarlínu þar sem …
Viðgerðir standa yfir víða, meðal annars á Hvolsvallarlínu þar sem fjöldi stæða skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir á föstudag. Ljósmynd/Franz Friðriksson/Landsnet

Raf­magnstrufl­an­ir verða næstu daga og vik­ur vegna viðgerða sem sinna þarf í kjöl­far óveðurs­ins sem gekk yfir landið á föstu­dag. Staðan er einna verst á Suður­landi. 

5.600 heim­ili og vinnustaðir urðu raf­magns­laus á svæði Rarik í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flest­ir á Suður­landi og Suðaust­ur­landi. Lang­flest­ir eru komn­ir með raf­magn aft­ur. Rúm­lega 100 staur­ar brotnuðu og einnig var eitt­hvað um vírslit og slá­ar­brot.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá RARIK að flutn­ings­kerfið sé laskað eft­ir óveðrið og vegna þess að taka þarf raf­magn af í styttri eða lengri tíma meðan á viðgerð stend­ur.

Á Suður­landi eru all­ir með raf­magn eft­ir því sem best er vitað, fyr­ir utan nokk­ur sum­ar­hús. Sum­ir fá þó raf­magn með vara­afli. Á Vest­ur­landi, Norður­landi og Aust­ur­landi eru all­ir komn­ir með raf­magn eft­ir því sem best er vitað. Í sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og bú­ast má við raf­magnstrufl­un­um meðan á þeim stend­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert