„Kannske er ég þreyttur vegna vandamálsins í Árskógum“

„Kannske fór þetta Árskógamál með mig. Kannske verð ég að …
„Kannske fór þetta Árskógamál með mig. Kannske verð ég að viðurkenna að ég sé orðinn of gamall og að yngra fólk og betra, ráði betur við formennskuna,“ segir Ellert B. Schram, fráfarandi formaður FEB. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ell­ert B. Schram hef­ur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður Fé­lags eldri borg­ara og ná­grenni (FEB). Þetta kem­ur fram í nýj­um fé­lagstíðind­um FEB.

„Kann­ske er ég þreytt­ur vegna vanda­máls­ins í Árskóg­um, kann­ske er ég ekki leng­ur nógu góður formaður. Kann­ske fór þetta Árskóga­mál með mig. Kann­ske verð ég að viður­kenna að ég sé orðinn of gam­all og að yngra fólk og betra ráði bet­ur við for­mennsk­una,“ seg­ir Ell­ert meðal ann­ars í kveðju­ávarpi sínu, en hann hef­ur setið í stjórn fé­lags­ins síðustu fimm ár, þar af þrjú sem formaður. 

Gjaldþrot blasti við FEB síðasta haust þegar í ljós kom að kostnaður við íbúðir sem fé­lagið lét byggja í Árskóg­um var 400 millj­ón­um meiri en gert hafði verið ráð fyr­ir. Nokkr­ir kaup­end­ur hófu mál­sókn en samþykktu að lok­um að draga máls­höfðun sína til baka og ganga að því sam­komu­lagi sem FEB hafði áður boðið þeim sem höfðuðu mál gegn fé­lag­inu. 

„En þetta hef­ur verið sögu­leg­ur og skemmti­leg­ur tími, hitt marga sem ég ella hefði aldrei hitt, notið þess að sitja skemmti­lega fundi og uppá­kom­ur og hlegið með þeim,“ seg­ir Ell­ert í kveðju­skyni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert