Sjúklingar í 40% gjörgæslurýma

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Sjúklingar sem berjast nú við COVID-19 liggja í um 40% gjörgæslurýma á landsvísu. 13 eru nú á gjörgæslu vegna sjúkdómsins en 27 gjörgæslurými eru á Landspítala og fimm á Sjúkrahúsinu á Akureyri. 

Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi almannavarna í dag að áætlanagerð væri þó í mótun sem lyti að því að horfa á aðrar bjargir. 

Í samtali við Morgunblaðið í lok mars sagði Alma að verið væri að skoða húsnæði sem gæti tekið við sjúklingum ef til þess kæmi að heilbrigðisstofnanir réðu ekki við fjölda sjúklinga. Það færi eftir því hvaða sjúklingar ættu að dvelja þar hversu vel húsnæðið þyrfti að vera búið sérfræðibúnaði. Þá sagði Alma sömuleiðis að bæði gæti skortur á mannafla og húsnæði sett strik í reikninginn þegar kæmi að því að aðstoða veika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert