Víða bjartviðri í dag

Sólin mun skína víða á landinu í dag.
Sólin mun skína víða á landinu í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er breytilegri átt, 3-8 metrum á sekúndu og víða bjartviðri, en norðvestan 8-13 m/s austast fram á hádegi.

Suðaustan 5-10 og þykknar upp vestantil með dálítilli rigningu í kvöld, en hvassara verður á norðanverðu Snæfellsnesi.

Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig að deginum.

Gengur í sunnan 10-18 m/s í nótt, hvassast í vindstrengjum norðvestantil. Rigning verður í flestum landshlum, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert fram á kvöld.

Hiti verður 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert