Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, í tilefni af jarðskjálftanum mikla sem reið yfir í grennd við Izmir á föstudaginn og varð yfir eitt hundrað íbúum að fjörtjóni.
Einnig sendi forseti samúðarkveðju til Alexanders Van der Bellen, forseta Austurríkis, vegna hryðjuverka sem framin voru í Vínarborg í gær.
Forseti sagði að Íslendingar hugsuðu til þeirra sem misst hefðu ástvini sína vegna þessara atburða, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.