Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við eld sem kviknaði í rústum einbýlishússins í Kaldaseli í Breiðholti sem kviknaði í snemma í morgun.
„Það kviknaði aftur í þakinu og það er töluverður eldur og reykur. Við erum með allar stöðvar á staðnum,“ segir varðstjóri í samtali við mbl.is.
„Við vonum að þetta taki ekki langan tíma, við erum að vinna í þessu núna. Þetta gerist stundum eftir stórbruna og þess vegna erum við oft með vaktir á staðnum. Við héldum að það væri liðinn nógu langur tími,“ segir varðstjórinn.
Fyrst var tilkynnt um eldsvoðann um 6:40 í morgun.