Gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna

Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Dóra Björt Guðjónsdóttir. mbl.is/Hari

Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ skrifar Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í pistli á Facebook. Tilefni skrifa Dóru Bjartar er afsökunarbeiðni Bolla Kristjánssonar til borgarstjóra vegna rangfærsla.

Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ skrifar Dóra Björt og segist raunar hafa farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grafi undan lýðræðinu.

Það sé heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. „Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“

Leiðréttingin muni aldrei ná til allra

Skrifar Dóra Björt að í afsökunarbeiðni Bolla sé reyndar bara hluti ósannindanna viðurkenndur, enda sé því enn haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda upphæð. Það liggi fyrir að „áróðursmyndbandið“, eins og Dóra Björt kallar myndband samtakanna Björgum miðbænum, hafi náð til margra sem leiðréttingin muni aldrei komast í tæri við.

Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert