Mál gegn Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands og lögmanni, hefur verið fellt niður í héraði. Þetta staðfesti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is.
Rúv greindi fyrst frá.
Hún segir málið hafa verið fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem málið var ekki metið líklegt til sakfellingar. „Það var niðurstaðan að það var það ekki,“ segir Kolbrún.
Kristján Gunnar var handtekinn á Þorláksmessu árið 2019 vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heimili sínu í 10 daga og brotið gegn henni kynferðislega, en hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Þá var hann handtekinn aftur grunaður um að hafa frelsissvipt og brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni á aðfangadag.