Mál gegn Kristjáni Gunnari fellt niður

Dómhús Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómhús Héraðsdóms Reykjavíkur. Ljósmynd/Þór

Mál gegn Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands og lögmanni, hefur verið fellt niður í héraði. Þetta staðfesti Kolbrún Benediktsdóttir vara­héraðssak­sókn­ari í samtali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá.

Hún segir málið hafa verið fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem málið var ekki metið líklegt til sakfellingar. „Það var niðurstaðan að það var það ekki,“ segir Kolbrún.

Kristján Gunnar var handtekinn á Þorláksmessu árið 2019 vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heim­ili sínu í 10 daga og brotið gegn henni kyn­ferðis­lega, en hann var lát­inn laus að skýrslu­töku lok­inni. 

Þá var hann handtekinn aftur grunaður um að hafa frels­is­svipt og brotið kyn­ferðis­lega gegn tveim­ur kon­um eft­ir að hann var lát­inn laus að skýrslu­töku lok­inni á aðfanga­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert