Krabbameinsfélagið gefur Rauða krossinum yfir 500 sokkapör

Rauði krossinn tók á móti rausnarlegri gjöf Krappameinsfélagsins.
Rauði krossinn tók á móti rausnarlegri gjöf Krappameinsfélagsins. Ljósmynd/Rauði Krossinn

Krabbameinsfélagið gaf Rauða krossinum á Íslandi 520 sokkapör í sumargjöf. Þeir sem nýta sér þjónustu og úrræði Rauða krossins geta því einnig átt von á aukapari af sokkum. Sokkarnir koma úr Mottumars, árlegu árvekniátaki Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum.

Árlega seljast 15-25 þúsund sokkapör í átakinu, sem gerir að verkun að erfitt reynist að spá um nákvæma eftirspurn landsmanna eftir þeim. Krabbameinsfélagið vildi koma sokkunum í notkun og kom upp sú hugmynd að Rauði krossinn á Íslandi væri best til þess fallinn að koma þeim í góðar hendur – eða á góða fætur.

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra að hún telji engan vafa leika á að hugmyndin verði að raunveruleika. Halla vonar að viðtakendum sokkanna líki gjöfin vel. „Við vonum innilega að þeir komi að góðum notum. Það er nú svo afskaplega þægilegt að smeygja sér í nýja sokka, um það erum við öll sammála.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, tók við sumarsokkagjöfinni frá Krabbameinsfélaginu. „Við kunnum Krabbameinsfélaginu estu þakkir fyrir þessa rausnarlegu og litríku sumargjöf. Ég er sannfærður um að sokkunum verður tekið fagnandi og munu koma að góðum notum hjá umsækjendum um alþjóðlega vernd, notendum skaðaminnkunar Frú Ragnheiðar og gestum Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir,“ er haft eftir honum um gjöfina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert