Barn flutt með sjúkraflugi eftir hoppukastalaslys

mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Einn hef­ur verið flutt­ur suður til Reykja­vík­ur með sjúkra­flugi eft­ir slys sem varð þegar hoppu­kastali tókst á loft á Ak­ur­eyri. 

Hinir sex sem flutt­ir voru á sjúkra­hús eru minna slasaðir og fá aðhlynn­ingu á Ak­ur­eyri. 

Fjölda­hjálp­ar­stöð hef­ur verið lokað í dag en minnt er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins. Viðbragðshóp­ur Rauða kross­ins verður í hús­næði hans í Viðju­lundi 2 á Ak­ur­eyri milli kl. 14 og 15 föstu­dag­inn 2. júlí þar sem fólk get­ur leitað aðstoðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á face­booksíðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

„Það fóru mjög marg­ir þarna í gegn­um skauta­höll­ina og fengu liðsinni okk­ar fólks en ég er ekki með töl­una á því,“ seg­ir Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Við minn­um á það að hjálp­arsími Rauða kross­ins er alltaf op­inn, 1717, ef ein­hverj­ir hafa þörf fyr­ir að ræða mál­in og fá stuðning eft­ir því sem frá líður. Viðbragðshóp­ur­inn okk­ar verður með viðveru á morg­un í hús­næði Rauða kross­ins á Ak­ur­eyri frá 2-3. Auðvitað get­ur áfallið komið seinna og gott að geta leitað til ein­hvers,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka