Sendir hlýjar kveðjur og þakkar viðbragðsaðilum

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sendir hlýja strauma til þeirra …
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sendir hlýja strauma til þeirra sem lentu í slysinu og foreldra þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar sendir góðar kveðjur til þeirra sem eru á vettvangi slyss sem varð við skautahöll bæjarins nú síðdegis. Hoppukastali tókst á loft og fauk nokkra metra upp í loft með 108 börn innanborðs. Sjö börn hafa nú verið flutt á slysadeild, þó með minniháttar meiðsl að talið er. 

„Við hugsum hlýtt til allra barna og þeirra sem eiga börn sem lentu í slysinu, við sendum okkar bestu óskir og kveðjur til þeirra. Við þökkum einnig fyrir að viðbragðsaðilar hafi verið snöggir á vettvang og að því er virðist, eins og ég best veit núna, urðu ekki alvarleg slys á fólki,“ segir Ásthildur við mbl.is. 

Ásthildur er stödd á Akureyri en segir að hún sé ekki á leið á vettvang slyssins. Þangað eigi enginn erindi núna nema viðbragðsaðilar.

„Nei, þeir sem eiga ekkert erindi þangað eiga ekki að vera á vettvangi. Bæjarstjórinn hefur ekki það hlutverk að mæta á svona vettvang eins og staðan er núna. Það er virkjuð viðbragðsáætlun og núna verða viðbragðsaðilar að fá að vinna sína vinnu og sinna hjálparstarfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka