Sendir hlýjar kveðjur og þakkar viðbragðsaðilum

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sendir hlýja strauma til þeirra …
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sendir hlýja strauma til þeirra sem lentu í slysinu og foreldra þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir bæj­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar send­ir góðar kveðjur til þeirra sem eru á vett­vangi slyss sem varð við skauta­höll bæj­ar­ins nú síðdeg­is. Hoppu­kastali tókst á loft og fauk nokkra metra upp í loft með 108 börn inn­an­borðs. Sjö börn hafa nú verið flutt á slysa­deild, þó með minni­hátt­ar meiðsl að talið er. 

„Við hugs­um hlýtt til allra barna og þeirra sem eiga börn sem lentu í slys­inu, við send­um okk­ar bestu ósk­ir og kveðjur til þeirra. Við þökk­um einnig fyr­ir að viðbragðsaðilar hafi verið snögg­ir á vett­vang og að því er virðist, eins og ég best veit núna, urðu ekki al­var­leg slys á fólki,“ seg­ir Ásthild­ur við mbl.is. 

Ásthild­ur er stödd á Ak­ur­eyri en seg­ir að hún sé ekki á leið á vett­vang slyss­ins. Þangað eigi eng­inn er­indi núna nema viðbragðsaðilar.

„Nei, þeir sem eiga ekk­ert er­indi þangað eiga ekki að vera á vett­vangi. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur ekki það hlut­verk að mæta á svona vett­vang eins og staðan er núna. Það er virkjuð viðbragðsáætl­un og núna verða viðbragðsaðilar að fá að vinna sína vinnu og sinna hjálp­ar­starfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka