Fengu starfsleyfi skrímslisins aldrei í hendurnar

Börn að leik í hoppukastalanum á Akureyri.
Börn að leik í hoppukastalanum á Akureyri. mbl.is/ Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikl­ar og ít­ar­leg­ar kröf­ur eru gerðar til rekstr­araðila hoppu­kastala en starf­sem­in er starfs­leyf­is­skyld að sögn Her­dís­ar Storga­ard.

„Skrímslið“ á Ak­ur­eyri, þar sem slys varð í gær, ætti að starfa á grund­velli starfs­leyf­is frá Reykja­vík en rekstr­araðilum hef­ur láðst að fram­vísa því starfs­leyfi til heil­brigðis­eft­ir­lits Ak­ur­eyr­ar.

Her­dís Storga­ard, verk­efna­stjóri hjá Miðstöð slysa­varna barna, þekk­ir staðlana sem stuðst er við í tengsl­um við starfs­leyfi hoppu­kastala. Hún hef­ur boðið lög­regl­unni á Ak­ur­eyri aðstoð við rann­sókn máls­ins.

Her­dís seg­ir að kröf­urn­ar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strang­ar. Þar komi fram hvers kon­ar fest­ing­ar eigi að nota og með hvaða hætti skuli reka þær niður. Einnig fylg­ir svona hoppu­köstul­um ákveðinn vind­mæl­isskali sem miðað er við en hann er mis­mun­andi eft­ir stærð kast­al­ans. Gerð er krafa um að ör­ygg­is­full­trúi sé á vakt sem fylg­ist vel með svipt­ing­um í vindi.

Herdís Storgaard hefur boðið lögreglu fram aðstoð við rannsókn málsins.
Her­dís Storga­ard hef­ur boðið lög­reglu fram aðstoð við rann­sókn máls­ins.

Í staðlin­um er, að henn­ar sögn, sér­stak­lega tekið fram hversu oft þessi ör­ygg­is­full­trúi eigi að taka stöðuna á vind­in­um. Þá ber hann einnig ábyrgð á að at­huga fest­ing­ar reglu­lega, at­huga mótor­inn og mæla loftþrýst­ing­inn í hoppu­kastal­an­um. Þess­ar at­hug­an­ir eigi að fram­kvæma oft yfir dag­inn. Viðbragðsáætl­un þurfi að vera til­tæk ef eitt­hvað reyn­ist ekki eins og það á að vera.

Ekki er langt síðan þess­ir staðlar voru end­ur­skoðaðir og heil­miklu bætt við þá, ein­mitt í tengsl­um við fest­ing­ar og vind­mæl­ing­ar. Her­dís seg­ir að það hafi verið gert í kjöl­far dauðaslysa á börn­um, sem komu upp í Ástr­al­íu og Bretlandi, vegna þess að hoppu­kastal­ar tók­ust á loft og steypt­ust til jarðar, eins og gerðist á Ak­ur­eyri í gær.

Hefðu gjarn­an viljað sjá starfs­leyfið

Rekst­ur hoppu­kastala er starfs­leyf­is­skyld­ur.

„Þetta er fyr­ir­tæki sem er með aðset­ur í Reykja­vík og svo er starf­sem­in flutt norður og virðist fá stöðuleyfi hjá Ak­ur­eyr­ar­bæ. Það hafði hins veg­ar eng­inn sam­band við okk­ur hjá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu,“ seg­ir Al­freð Schiöth, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands eystra.

„Með réttu hefði rekstr­araðili átt að fram­vísa þessu starfs­leyfi gagn­vart heil­brigðis­full­trúa hér á staðnum en það var ekki gert, sama gild­ir um vinnu­eft­ir­litið.“

Al­freð seg­ir að al­mennt séu fyr­ir­tæki meðvituð um að þau þurfi að hafa sam­band við yf­ir­völd áður en þau hefja starf­semi á nýju svæði. Eitt­hvað virðist hafa fara úr­skeiðis í þessu ferli, rekstr­araðili hafi sjálf­ur átt að óska eft­ir skoðun eða þá skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa­embættið, hvor­ugt gerðist.

„Heil­brigðis­eft­ir­litið hefði gjarn­an viljað sjá starfs­leyfið í heima­höfn, fara yfir skil­yrði og ganga úr skugga um að verið væri að vinna í sam­ræmi við það,“ seg­ir Al­freð og bæt­ir við að lítið gagn sé í eft­ir­litsaðila sem frétt­ir ekki fyrr en eft­ir á.

1.600 fer­metr­ar

Her­dís bend­ir á að fram­leiðend­ur hoppu­kastala þurfi að út­búa mjög ít­ar­leg­ar leiðbein­ing­ar til rekstr­araðila til þess að hljóta vott­un og mega selja vöru sína. Þar komi að jafnaði fram kröf­ur um lág­marks­ald­ur starfs­manna og lág­marks­fjölda þeirra miðað við stærð og fjölda barna sem hoppu­kastal­inn tek­ur við. Einnig ald­urstak­mörk barn­anna.

Þar ættu líka að koma fram upp­lýs­ing­ar um hvernig veður hef­ur áhrif á kast­al­ann en vind­fang svo stórra hoppu­kastala er afar mikið, en þess ber að geta að hoppu­kastal­inn, sem fauk og ber nafnið skrímslið, er 1.600 fer­metr­ar.

„Þetta losn­ar ekki nema eitt­hvað sé að.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka