Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið

N1 mótið í knattspyrnu er í gangi á Akureyri og …
N1 mótið í knattspyrnu er í gangi á Akureyri og voru flest börnin í hoppukastalanum þátttakendur á því móti. mb.is/ Margrét Þóra Þórsdóttir

Barn sem flutt var með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur eft­ir hoppu­kastala­slys á Ak­ur­eyri í gær er sex ára gam­alt og ligg­ur nú á gjör­gæslu Land­spít­al­ans. 

Barnið slasaðist illa eft­ir hátt fall úr hoppu­kastal­an­um skrímsl­inu, sem tókst á loft í gær, full­ur af börn­um. 

Greint var frá aldri barns­ins og stöðu þess á vef Vís­is en lög­regla sagðist ekk­ert vita um af­drif barns­ins þegar mbl.is hafði sam­band við hana.

Kristján Kristjáns­son yf­ir­lög­regluþjónn er með til­drög slyss­ins til rann­sókn­ar. Hann sagði að málið væri enn á al­geru frum­stigi og að niður­stöður myndu ekki liggja fyr­ir á næst­unni.

Aðspurður hvort bú­ist væri við um­fangs­mik­illi rann­sókn ít­rekaði hann að málið væri á frum­stigi og úti­lokaði ekki að það gæti tekið nokkr­ar vik­ur að kom­ast til botns í því hvað ná­kvæm­lega olli slys­inu. 

Því hef­ur þó verið lýst að vind­hviða hafi kom­ist und­ir horn hoppu­kastal­ans með þeim af­leiðing­um að það þeytt­ist upp í loft og fest­ing­arn­ar gáfu sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka