Rannsaka fótspor í Surtsey

Surtsey. Náttúran á eyjunni er að miklu leyti ósnortin og …
Surtsey. Náttúran á eyjunni er að miklu leyti ósnortin og þurfa vísindamenn að sýna aðgát við rannsóknir sínar Ljósmynd/Erling Ólafsson

Rúmlega 50 ára gömul fótspor frá tímum eldsumbrota í Surtsey verða rannsökuð þegar hópur jarðvísindamanna á vegum Náttúrufræðistofnun Íslands fer þangað í sumarleiðangur fimmtudaginn 15. júlí.

Um er að ræða hefðbundna ferð jarðfræðinga til Surtseyjar sem farið er í annað hvert ár en hópurinn mun meðal annars fylgjast með rofi eyjarinnar og breytingum á jarðhita í gjóskubunkunum. Verður einnig haldið áfram með rannsóknir á borholum auk þess sem eyjan verður mynduð með drónum og landmælingar gerðar.

Fótsporin hafa hingað til aldrei verið mæld þó lengi hafi verið vitað um þau. „Sporin eru eftir jarðvísindamenn sem voru að skoða Surtsey á meðan eldgosið var í gangi. Þeir hafa verið að ganga upp og skilið eftir sig fótspor í gjóskunni, þá varðveitast þessi spor. Maður sér alveg greinilega hvar þeir hafa gengið á stuttum kafla,“ segir Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og væntanlegur leiðangursstjóri.

Spurð í Morgunblaðinu í dag hvort vitað sé hverjum þessi spor tilheyra segir Lovísa það ekki ljóst. „Okkur grunar að þetta séu fótspor Guðmundar Sigvaldasonar jarðfræðings en við getum ekki verið 100% viss. Mögulega gætu þau einnig verið frá Sigurði Þórarinssyni, sem var þekktur jarðvísindamaður, en þetta þykja frekar stór fótspor.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka