Formleg kæra komin á borð lögreglunnar

Engin fordæmi eru fyrir því að friðlýsing eyjunnar hafi verið …
Engin fordæmi eru fyrir því að friðlýsing eyjunnar hafi verið brotin áður. mbl.is/Árni Sæberg

Sjóferð Eyjamannsins Ágústs Halldórssonar á kajak sem endaði í Surtsey gæti haft eftirmála, því formleg kæra er nú komin inn á borð lögreglunnar frá Umhverfisstofnun.

Surtsey, sem er syðsta eyja Vestmannaeyja, er friðlýst og mega eingöngu þeir sem sækja um sérstakt leyfi fara í eyjuna sem myndaðist fyrir tæplega sextíu árum, 14. nóvember 1963. Surtsey hefur verið friðlýst frá árinu 1965 og verið á heimsminjaskrá UNESCO frá 8. júlí 2008.

Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra í Vestmannaeyjum hefur kæra frá Umhverfisstofnun borist til lögreglunnar og mun lögreglan byrja á því að yfirheyra Ágúst vegna ferðalagsins.

Forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigrún Ágústsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að friðlýsing eyjunnar hafi verið brotin áður, en leyfi til ferða séu nánast eingöngu veitt vísindamönnum til að rannsaka eyjuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka