Gisti í tjaldi við gosið í Surtsey

Gérard Vautey hjá tjaldbúðunum sem hann kom upp úti í …
Gérard Vautey hjá tjaldbúðunum sem hann kom upp úti í Surtsey. Ljósmynd/Aðsend

„Pósthólfið mitt er fullt frá því í gær og síminn hættir ekki að hringja! Ég kíkti í Morgunblaðið og það er greinilegt að einhverjir hafa fundið fótsporið sem ég skildi eftir mig þegar björgunarsveitarmennirnir komu og sóttu mig í Surtsey.“

Svo hljóðar upphaf tölvupósts sem Morgunblaðið fékk í kjölfar umfjöllunar þann 3. júlí um vísindaleiðangur rannsóknarmanna í Surtsey, sem nú stendur yfir, en þar ætlar kanadískur steingervingafræðingir meðal annars að rannsaka rúmlega 50 ára gömul fótspor sem enn sjást í eyjunni.

Pósturinn var frá Frakkanum Gérard Vautey en hann var fyrsti maðurinn til að dvelja einn í eyjunni yfir nótt og dvaldi þar raunar fimm nætur í tjaldi í september árið 1964, þegar gosið var enn í fullum gangi. Gérard var þá að vinna í Vestmannaeyjum og bauðst að heimsækja eyjuna ásamt hópi fólks.

Höfðu áhyggjur

Gérard, sem var þá 21 árs gamall, hafði með sér vistir og hlýjan klæðnað ásamt tjaldi. Sló hann upp búðum í nánd við gosið og ætlaði að dvelja þar í viku. Tveimur dögum fyrir áætlaða brottför Frakkans mætti þó Lóðsinn í Vestmannaeyjum út í Surtsey ásamt liði björgunarsveitarmanna til að sækja hann. Heimamenn höfðu þá haft miklar áhyggjur enda var farið að hvessa í veðri og óvíst með matarbirgðir hjá piltinum. Gérard var ekki alsæll með þessa ákvörðun en bauð mönnunum þó gin og þáði heimfarið.

Gérard Vautey varð síðar þekktur hér á landi þegar hann sá árið 1971 um frönskukennslu í Ríkissjónvarpinu ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, síðar forseta Íslands. hmr@mbl.is

Tökulið BBC út í Surtsey

Þriggja manna teymi á vegum breska ríkisútvarpsins BBC hefur nýlokið tökum í Surtsey en fjölmiðillinn fékk leyfi til að dvelja þar í fjóra daga í þessari viku.

Í leyfi Umhverfisstofnunar kemur fram að tilgangur ferðarinnar sé að taka upp efni fyrir heimildarþætti og ferðuðust þremenningarnir til eyjunnar á báti og gistu þar í tjaldi. Var það mat stofnunarinnar að ferðin væri ekki líkleg til að valda umhverfisspjöllum á eyjunni.

hmr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert