Gömul fótspor varðveittust í móberginu

Surtsey. Fótspor sem stigin voru í gjósku eru nú orðin …
Surtsey. Fótspor sem stigin voru í gjósku eru nú orðin að fari í móbergi. Ljósmynd/Birgir Vilhelm Óskarsson

Jarðfræðingar fóru í rannsóknarleiðangur til Surtseyjar 15. – 18. júlí. Þeir hafa farið í eyna annað hvert ár. Nú unnu þeir að landmælingum og loftmyndatöku, mældu hitaútstreymi, tóku sýni og undirbjuggu sýnatöku vegna langtímarannsókna á borholum.

Einnig var gerð ný rannsókn á stórum og smáum fótsporum sem hafa varðveist í móberginu. Steingervingafræðingur mun rannsaka sporin. Náttúrufræðistofnun (ni.is) greindi frá leiðangrinum.

Loftmyndirnar verða notaðar til að útbúa nýtt þrívíddarlíkan af eynni. Þannig verður hægt að sjá breytingar sem orðið hafa vegna sjávarrofs og setflutninga. Greinileg ummerki voru um rof, sérstaklega við hlíðar Austurbunkans þar sem gil höfðu víkkað talsvert í vatnsveðrum.

Lovísa Guðrún Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur leiðangursstjóri segir í Morgunblaðinu í dag að lausagjóska sem enn er til staðar sé öll að hverfa vegna vatns- og vindrofs. Móbergið situr þá eftir. Svo er stöðugt sjávarrof við ströndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka