Minningarskjöldur Guðmundar Kamban fjarlægður

Guðmundur Kamban
Guðmundur Kamban

Minningarskjöldur um dansk-ís­lenska rit­höf­und­inn Guðmund­ Kamb­an í Kaupmannahöfn hefur verið fjarlægður. Barna­barn manns sem Guðmund­ur er sagður hafa svikið í hend­ur nas­ista vildi láta fjarlægja skjöldinn.

Á vefnum ØsterbroLiv er haft eftir Herberth Nathan, formanni húsfélagsins á Upp­sa­la­götu 20 þar sem skjöldurinn var, að húsfélagið hafi ekki viljað blanda sér í málið og því tekið niður skjöldinn áður en aðrir myndu gera það.

Skjöld­ur­inn var settur upp 27. júní árið 1990 og stóðu hjón­in Helgi Skúla­son og Helga Bachmann að upp­setn­ingu hans, en móðir Helgu var syst­ir Guðmund­ar.

Í sumar barst hins vegar sú krafa að láta fjarlægja skjöldinn vegna tengsla Guðmundar við nasista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert