Rannsókn staðið yfir í tæpa fjóra mánuði

Herdís segir að sú hjálp hafi ekki verið þörf í …
Herdís segir að sú hjálp hafi ekki verið þörf í byrjun þar sem lögregla hafi verið að safna almennum upplýsingum um slysið. mbl.is/ Margrét Þóra Þórsdóttir

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á hoppu­kastala­slys­inu sem átti sér stað 1.júlí á Ak­ur­eyri stend­ur enn yfir tæp­um fjór­um mánuðum síðar.

Rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri vildi ekki tjá sig um rann­sókn máls­ins í dag eða hvenær bú­ist sé við að henni ljúki. Því er enn óljóst hver end­an­leg niðurstaða verður í mál­inu.

Her­dís Storga­ard, verk­efna­stjóri hjá Miðstöð slysa­varna barna, sagðist í sam­tali við mbl.is í sum­ar hafa boðið lög­regl­unni á Ak­ur­eyri aðstoð við rann­sókn máls­ins þar sem hún þekki ör­ygg­is­staðlana sem stuðst er við í tengsl­um við starfs­leyfi hoppu­kastala.

Blaðamaður heyrði í Her­dísi og gat hún held­ur ekk­ert sagt um stöðuna á rann­sókn­inni, hún seg­ir að sín aðkoma að þessu máli hafi í raun verið að aðstoða lög­reglu varðandi þekk­ingu á tækni­búnaði og hvaða kröf­ur hann ætti að upp­fylla.

Þeirr­ar hjálp­ar hafi ekki verið þörf í byrj­un þar sem lög­regla hafi verið að safna al­menn­um upp­lýs­ing­um um slysið. Bæt­ir hún við að þegar málið kom­ist á það stig muni lög­regl­an vænt­an­lega hafa sam­band við hana aft­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka