Margir vildu fræðast um hörmungar í Húnaþingi

Skagfjörðsskáli í Langadal.
Skagfjörðsskáli í Langadal. Ljósmynd/FÍ

Bókanir í ferðir á vegum Ferðafélags Íslands í ár hafa farið vel af stað, en ferðaáætlun ársins var kynnt fyrir viku. Á aðeins hálftíma seldist upp í söguferð, þar sem meðal annars verður fjallað um hörmungar í Húnaþingi, og fyrstu dagana bókuðu um 600 manns sig í ferðir á vegum FÍ.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að í ár sé ferðaáætlunin í fyrsta skipti birt eingöngu og að öllu leyti með rafrænum hætti. Flestar eru ferðirnar með hefðbundnum hætti, en einnig er boðið upp á nokkrar nýjungar í ár. Laugavegurinn, Friðlandið að Fjallabaki og Þórsmörk eiga sinn sess hjá Ferðafélaginu. Einnig Hornstrandir, en í sumar er boðið upp á tólf sumarleyfisferðir þangað, og þegar er vel bókað í gönguferðir á Öræfajökul næsta vor.

Margir „safna“ fjöllum

Sautján fjallaverkefni verða í boði, en þá skuldbindur fólk sig til þátttöku í lengri tíma og „safnar“ fjöllum á nokkrum mánuðum. Sömu sögu er að segja um hreyfiverkefni sem m.a. tengjast hlaupum og jóga. Þá má nefna að Ferðafélag barnanna er á sínum stað, en það hefur notið vinsælda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert