„Fljúgandi hálka“ og björgunarsveitir kallaðar út

Frá Hafravatnsvegi í dag.
Frá Hafravatnsvegi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Um klukkan átta í kvöld voru björgunarsveitir í Mosfellsbæ kallaðar út til aðstoðar lögreglu við Hafravatnsveg vegna hálku. 

„Þar var alveg fljúgandi hálka og fólk var að lenda í því að missa bílana út af og það voru bílar að snúast á veginum. Það voru rúmlega tíu manns sem lentu í hálfgerðri sjálfheldu – það var svo mikið svell á veginum,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar. 

Alls lentu sjö bifreiðar í vandræðum í hálkunni. 

„Það þurfti að kalla til bíl frá sveitarfélaginu til að sanda veginn svo það ætti að vera orðið betra þarna núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert