Slitu viðræðum og samningurinn að renna út

Samingur aðilanna á milli rennur út um áramót.
Samingur aðilanna á milli rennur út um áramót. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Félag grunnskólakennara sleit í morgun kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn aðilanna rennur út um áramót.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð á grunni Lífkjarasamningsins er gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Tilboðið er í samræmi við þá samninga sem sambandið og Reykjavíkurborg hefur þegar gert við aðra viðsemjendur sína, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma er að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári þ.e. úr 37 vikum í 36 vikur. Ljóst er að slíkt myndi auka enn á þann mönnunarvanda sem grunnskólar standa nú þegar frammi fyrir og leiða til mikils kostnaðarauka. Forsendur styttingar dagvinnutíma á opinberum vinnumarkaði eru að hún leiði ekki til þjónustuskerðingar eða aukins kostnaðar,“ segir í tilkynningunni.

Þar að auki er deilt um sveigjanlegt vinnuumhverfi kennara og viðveru á vinnustað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert