Veðurstofan varar við fljúgandi hálku suðvestantil

Tilefni er til þess að aka varlega í jólaösinni.
Tilefni er til þess að aka varlega í jólaösinni. mbl.is/Rax

Veðurstofa Íslands varar ökumenn í uppsveitum Suðvesturlands á fljúgandi hálku. Spáð er allmikilli úrkomu í dag, sér í lagi á sunnanverðu landinu, með sunnanátt sem hæst fer í um 8 m/s yfir miðjan daginn.

Á öllu landinu má gera ráð fyrir suðaustan og síðan sunnan 8-15 m/s og vætu en þurrt verður að mestu á Norður- og Austurlandi.

Spáð er suðaustan 13-18 m/s með rigningu syðst seint annað kvöld. Hiti á bilinu 2 til 7 stig á landinu öllu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert