Emil ekki í Kattholti á morgun

Frá æfingu leikritsins í Borgarleikhúsinu.
Frá æfingu leikritsins í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Sýningar á leikritinu Emil í Kattholti falla niður á morgun, sunnudag.

Frá þessu greinir Borgarleikhúsið í tilkynningu en þar segir að einn úr leikhópnum sé kominn í sóttkví og engin önnur ráð í boði.

„Í Borgarleikhúsinu er allt gert til að gæta öryggis starfsfólks og gesta. Starfsfólki Borgarleikhússins þykir leitt að þurfa að fella niður sýningu en hlakkar til að taka á móti gestum í Kattholt hið allra fyrsta!“ segir í tilkynningunni.

„Athugið að allir miðar eru tryggðir og mun miðasala finna nýjan sýningartíma fyrir alla gesti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert