Þrír mánuðir frá síðasta hraunflæði

Goshrinan í Geldingadölum hófst föstudagskvöldið 19. mars og síðast sást …
Goshrinan í Geldingadölum hófst föstudagskvöldið 19. mars og síðast sást hraunflæði 18. september. Hún stóð því yfir í sex mánuði slétta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír mánuðir eru í dag frá síðasta sjáanlega hraunflæði úr gígnum við Fagradalsfjall. Þetta segir á vef Veðurstofu Íslands.

Þensla á svæðinu mælist enn og vinnur nú veðurstofan að að útreikningum og líkönum svo hægt sé að túlka mælingarnar.

Haft er eftir Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, að snúið sé að segja til um hvenær gosinu lýkur þar sem eldvirkni getur verið lotubundin.

„Við höfum bent á það alveg frá því að jarðhræringarnar í Geldingadölum hófust að Reykjanesskaginn er virkur með tilliti til jarðskjálfa- og eldvirkni og sagan segir okkur að eldvirkni þar kemur í lotum.“

Stóð yfir í sex mánuði

Goshrinan í Geldingadölum hófst föstudagskvöldið 19. mars og síðast sást hraunflæði 18. september. Hún stóð því yfir í sex mánuði slétta.

Í samtalinu við Veðurstofuna sagði Sara að þau myndu áfram fylgjast með virkni á Reykjanesskaganum en hægt væri að segja að sá „tiltekni atburður sem hófst með eldgosi 19. mars við Fagradalsfjall“ væri yfirstaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert