Sóttvarnabrot á Baggalútstónleikum sökum ölvunar

Þá sé ekki enn ljóst hvort rekstraraðilar sem brutu takmarkanir …
Þá sé ekki enn ljóst hvort rekstraraðilar sem brutu takmarkanir verði sektaðir, en hann telji það líklegt. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Mikið gekk á hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en talið er að sóttvarnareglur hafi brotnar á þó nokkrum stöðum í gærkvöldi og í nótt. Þar megi helst nefna jólatónleika Baggalúts í Háskólabíói. Vísir greinir frá.

Í frétt miðilsins er haft eftir Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að töluverð ölvun hafi verið á gestum Baggalútstónleikanna sem hafi orðið til þess að reglur voru í vanræktar í meira mæli.

„Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar,“ er haft eftir honum.

Einkasamkvæmið einnig ólöglegt

Þar að auki er lögregla sögð hafa haft afskipti af veitingastað með útrunnið rekstrarleyfi en eigandi bar fyrir sig að um einkasamkvæmi væri að ræða, sem þó er einnig óheimilt að sögn lögreglu.

Eigandinn hafi reynt að sneiða hjá því að reka fólkið út af staðnum, sem endaði með því að lögregla handtók hann.

Þá sé ekki enn ljóst hvort rekstraraðilar sem brutu takmarkanir verði sektaðir, en Jóhann telur það líklegt.

Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert