Hálft ár frá hoppukastalaslysinu

Hoppukastalinn kallaðist Skrímslið og var sá stærsti í heimi. Eins …
Hoppukastalinn kallaðist Skrímslið og var sá stærsti í heimi. Eins hoppukastali var staðsettur í Heiðmörk.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri kveðst ekki geta tjáð sig um ein­staka rann­sókn­arliði eða rann­sókn­araðgerðir í hoppu­kastalamál­inu svo­kallaða þegar hóp­slys varð á börn­um þegar hoppu­kastali tókst á loft á Ak­ur­eyri 1. júlí í fyrra. 

Hálft ár er liðið frá því að slysið átti sér stað og rann­sókn þokast áfram en er ekki kom­in á það stig að lög­regl­an geti veitt nein­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar. Málið sé viðkvæmt og mik­il­vægt að vanda til verka. 

Þá gat lög­regl­an held­ur ekki veitt upp­lýs­ing­ar um líðan barns­ins sem flutt var með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur eft­ir að það féll úr tals­verðri loft­hæð, til jarðar. 

Ný­lega varð sam­bæri­legt hoppu­kastala­slys í Ástr­al­íu, en af­leiðing­ar þess urði þó enn al­var­legri þar sem sex börn létu lífið. 

Óljóst hver beri ábyrgð

Það kann að flækja rann­sókn­ina að, við eft­ir­grennsl­an blaðamanns í sum­ar, virt­ist ekki fylli­lega ljóst hvaða eft­ir­litsaðili bæri raun­veru­lega ábyrgð á eft­ir­liti með hoppu­köstöl­um sem þess­um.

Heil­brigðis­eft­ir­litið bæri ábyrgð á leik­tækj­um en Vinnu­eft­ir­litið, á mó­tor­um, líkt og þeim sem knýr áfram hoppu­kastal­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka