Slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysinu

Ríflega hundrað börn voru í hoppukastalanum þegar hann fór á …
Ríflega hundrað börn voru í hoppukastalanum þegar hann fór á loft. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Syst­urn­ar Ásthild­ur og Auðbjörg Björns­dæt­ur stofnuðu ný­lega áheita- og styrkt­arsíðuna „Áfram Klara“ á Face­book þar sem hóp­ur ætt­ingja, vina og kunn­ingja styðja við fjöl­skyldu Klöru, stelpu sem slasaðist al­var­lega í hoppu­kastala­slysi á Ak­ur­eyri síðasta sum­ar.

Í slys­inu sem varð fyr­ir um hálfu ári síðan voru ríf­lega hundrað börn í hoppu­kast­ala við Skauta­höll­ina á Ak­ur­eyri þegar hann fauk upp nokkra metra frá jörðu.

Sex börn voru flutt á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar eft­ir slysið, meðal ann­ars hin sex ára gamla Klara sem flogið var með í sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur þar sem hún lá á gjör­gæslu.

Í dag er Klara orðin sjö ára göm­ul og hef­ur staðið í langri end­ur­hæf­ingu.

„Maður verður ein­hvern­veg­inn svo van­mátt­ug­ur þegar eitt­hvað svona ger­ist. Það er eitt­hvað svo lítið sem að manni finnst vera hægt að gera svona á hliðarlín­unni,“ seg­ir Ásthild­ur frænka Klöru, í sam­tali við mbl.is.

Ásthildur Björnsdóttir, Berglind Gísladóttir og Auðbjörg Björnsdóttir á æfingu fyrir …
Ásthild­ur Björns­dótt­ir, Berg­lind Gísla­dótt­ir og Auðbjörg Björns­dótt­ir á æf­ingu fyr­ir Land­vætt. Ljós­mynd/Á​sthild­ur Björns­dótt­ir

Smituðust af eld­móðnum

Viðburður­inn Ultra-Land­vætt­ur, sem hald­inn er í fyrsta skipti þann 30. apríl, verður í ár til styrkt­ar Klöru og fer hann fram á Ak­ur­eyri. 

Land­vætt­ur er fjölþrauta­fé­lag þar sem viðkom­andi þarf að af­reka fjór­ar þraut­ir á inn­an við tólf mánuðum til þess að geta orðið Land­vætt­ur. Þraut­irn­ar fara fram í mis­mun­andi lands­hlut­um en hægt er að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar á heimasíðu Land­vætt­ar.

„Við sjá­um – og mamma henn­ar Klöru hef­ur talað um það – hvað úti­vera og hreyf­ing­in hef­ur gefið [mömmu henn­ar] mikið í að kom­ast í gegn­um þetta og að geta sinnt Klöru. Svo ákvað hún að taka þátt í hálf­vætt­un­um sem er angi út frá Land­vætta pró­gramm­inu og við í kring­um hana smituðumst af eld­móðinum í henni og ákváðum að koma með.“

Í dag hafa 18 manns ákveðið að vinna þetta verk­efni með móður­inni og klára hálf­an, heil­an eða ultra Land­vætt árið 2022, eða hluta af þraut­un­um, til að sýna Klöru og fjöl­skyld­unni stuðning í verki.

Ásthild­ur seg­ir gam­an að sjá hve marg­ir eru til­bún­ir að stíga langt út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann, sem hafa jafn­vel aldrei áður stigið á göngu­skíði eða prófað aðrar þraut­ir.

Þá hafa syst­urn­ar Ásthild­ur og Auðbjörg, frænk­ur Klöru, einnig stofnað styrkt­ar­reikn­ing til þess að létta und­ir með fjöl­skyld­unni.

Framtíðin óskrifuð

Að sögn Ásthild­ar er end­ur­hæf­ing Klöru enn í gangi en hún seg­ir að hún gangi vel. Ljóst er þó að end­ur­hæf­ing­in muni taka lang­an tíma og því sé framtíðin óskrifuð.

Hægt er að fylgj­ast með áheita- og styrkt­arsíðu Klöru á Face­book en þar mun hóp­ur­inn sem tek­ur þátt í Land­vætt­um segja og sýna frá und­ir­bún­ingi og ferl­inu öllu. Þeir sem vilja geta styrkt Klöru og fjöl­skyldu henn­ar í gegn­um styrkt­ar­reikn­ing hér að neðan.

Kennitala: 081114-2500

Banki: 0123-15-043225

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka