Stærsti skjálftinn í Kötlu frá 2017

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul.
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

Óvenju sterkur skjálfti varð undir Mýrdalsjökli í norðausturrima öskju Kötlu, klukkan 19.10 í kvöld. Fannst hann meðal annars í Skaftártungum.

Mældist hann 4 að stærð.

Fleiri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, þar af einn af stærðinni 3,4 að mati Veðurstofunnar.

Fylgjast vel með mælingum í nótt

Ekki hefur stærri skjálfti mælst í Kötlu frá árinu 2017. Skjálftar af svipaðri stærð urðu einnig árin 2012 og 2016.

Engin merki eru um gosóróa en fylgst verður með mælingum á því vatni sem flæðir undan jöklinum, að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.

„Við erum með vatnamæla og skjálftamæla umhverfis Mýrdalsjökul og munum fylgjast vel með stöðunni í nótt,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert