Segir uppsögnina ótengda fjármálum Eflingar

Óskar segir uppsögnina hafa verið af persónulegum ástæðum.
Óskar segir uppsögnina hafa verið af persónulegum ástæðum.

Óskar Örn Ágústsson fjármálastjóri Eflingar segir að uppsögn sín hjá félaginu hafi ekki tengst fjármálum félagsins á neinn hátt, heldur hafi hann sagt upp af persónulegum ástæðum.

Þetta tjáir hann mbl.is í símtali.

mbl.is greindi frá uppsögn Óskars fyrr í dag en þar kom einnig fram að stjórn félagsins yfirfari fjármálin nú þegar unnið er að ársuppgjöri. 

Óskar Örn Ágústsson segir uppsögnina ekki tengjast fjárhag Eflingar.
Óskar Örn Ágústsson segir uppsögnina ekki tengjast fjárhag Eflingar. Ljósmynd/Efling

Fjármál Eflingar hafa verið víða til umfjöllunar að undanförnu, meðal annars vegna greiðslna til Andra Sigurðssonar hönnuðar sem námu 23 milljónum á þremur árum, en hann kom meðal annars að hönnun vefsíðu Eflingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert