Karl á níræðisaldri lést með Covid-19

Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild Landspítala í gær. Hann hafði greinst með kórónuveirusmit. Greint er frá þessu á vef Landspítala.

Segir þar að 77 sjúklingar liggi inni með kórónuveirusmit. Þar af séu fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 70 ár.

Færri lagðir inn vegna Covid-19

Af þessum 77 manns voru 36 ekki lagðir inn vegna Covid-19. Þeir eru færri sem lagðir voru inn vegna sjúkdómsins, eða alls 31.

Um innlagnarástæðu tíu til viðbótar getur Landspítalinn ekki fullyrt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert