Samþykkja tillögu um rannsóknarnefnd

Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn nefnd þriggja …
Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Ljósmynd/Aðsend

Borgarráð samþykkti í dag tillögu um að setja á stofn rannsóknarnefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem munu standa að heildstæðri athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.

Forsætisráðuneytið, í samráði við borgina, vinnur nú að lagafrumvarpi sem á að heimila nefndinni að útvega nauðsynlegar rannsóknarheimildir.

„Reykjavíkurborg hefur talið vera fullt tilefni til að koma á laggirnar nefnd til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins þann tíma er þær voru starfræktar í Reykjavík.

Með samþykkt sinni í dag hefur verið lagður grunnur að starfsemi nefndarinnar. Unnið er að tilnefningum í nefndina og tekur hún til starfa um leið og þær liggja fyrir. Í forsætisráðuneytinu er jafnframt unnið að frumvarpi um nauðsynlegar lagaheimildir fyrir vinnu nefndarinnar en fram að því mun nefndin undirbúa úttektina,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

Samþykktu rannsókn á síðasta ári

Fyrir átta mánuðum gengu fimm menn, sem hafa verið í forsvari fyrir þá sem voru vistaðir á vöggustofunum sem börn, á fund borgarstjóra. Þar féllst Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á kröfu þeirra um að rannsaka starfsemina sem þar fór fram en henni hefur verið lýst sem ómannúðlegri.

„Á Hlíðar­enda og síðar Vöggu­stofu Thor­vald­sen­fé­lags­ins var skipu­lag starf­sem­inn­ar vél­rænt og örvun á vits­muna- og til­finn­ingaþroska barn­anna var ekki á dag­skrá. Á hon­um voru þrír stór­ir glugg­ar og í gegn­um þá var hægt að fylgj­ast með börn­un­um í ber­strípuðum, sótt­hreinsuðum og upp­lýst­um her­bergj­um.

Þar voru þau lát­in liggja í rimla­rúm­um án örvun­ar því starfs­fólki var for­boðið að snerta eða tala við þau að nauðsynja­lausu,“ segir í greinargerð sem fimmmenningarnir lögðu fyrir borgarstjórn.

Frá vinstri má sjá Árna H. Kristjánsson, Hrafn Jökulsson, Viðar …
Frá vinstri má sjá Árna H. Kristjánsson, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson, Tómas V. Albertsson og Fjölnir Geir Bragason heitinn. mbl.is/Unnur Karen

Samkvæmt ákvörðun borgarráðs í dag skulu markmið athugunarinnar og meginverkefni nefndarinnar vera eftirtalin:

  1. Að lýsa starfsemi vöggustofanna, hlutverki þeirra í barnaverndar- og/eða uppeldismálum og tildrögum þess að börn voru vistuð þar á því tímabili sem um ræðir.
  2. Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð.
  3. Að lýsa því hvernig eftirliti Reykjavíkurborgar og ríkisins með vöggustofunum var háttað.
  4. Að lýsa öðrum atriðum sem tengjast starfsemi vöggustofanna og nefndin telur þarfnast skoðunar.
  5. Nefndin skal skila skýrslu um störf sín til borgarráðs.
  6. Leggja grundvöll að tillögum til borgarráðs um frekari viðbrögð ef ástæða þykir til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert