The Bachelor fékk 75 milljónir

Leikstjórinn Reynir Lyngdal og leikarinn Vilhelm Netó við tökur á …
Leikstjórinn Reynir Lyngdal og leikarinn Vilhelm Netó við tökur á áramótaskaupinu.

Raunveruleikaþátturinn The Bachelor fékk 75 milljónir í endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á dögunum. Sem kunnugt er var 26. þáttaröðin tekin hér á landi á síðasta ári og sýnd fyrir skemmstu. Lögum samkvæmt eiga framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Það er því ljóst að framleiðslan hér á landi hefur kostað minnst 300 milljónir króna.

Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má sjá lista yfir þau kvikmyndaverkefni sem hafa fengið endurgreiðslu það sem af er ári. Þar er að finna ýmis smærri íslensk verkefni en athygli vekur að Áramótaskaup Ríkisútvarpsins fær tæpar 14 milljónir í endurgreiðslu. Það þýðir að gerð Skaupsins hefur kostað minnst um 56 milljónir króna. Framleiðsla Skaupsins var í höndum Republik.

Kvikmyndin Leynilögga fékk tæpa 21 milljón króna í endurgreiðslu og sjónvarpsþættirnir Fyrsta blikið fengu tæpar 12 milljónir. Þá fengu sjónvarpsþættirnir Trom sem gerast í Færeyjum tæpar 62 milljónir króna í endurgreiðslu. Íslenska framleiðslufyrirtækið TrueNorth er meðal framleiðenda þáttanna eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu.

Sjónvarpsþættirnir Heil og sæl fengu rúmar sjö milljónir króna, Draumaheimilið fékk 5,7 milljónir og sjónvarpsþættirnir Morð í norðri 7,8 milljónir. Þá fékk kvikmyndin The Hunter's son, sem er að hluta til íslensk framleiðsla, rúmar 22 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert