Talið er að maðurinn sem lést í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi hafi verið nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa banað honum.
RÚV greinir frá því samkvæmt heimildum að mennirnir hafi ekki tengst að öðru leyti, en nefnir að hinn látni sé fæddur árið 1975. Ekki er talið að þeir hafi tengst glæpastarfsemi.
Maðurinn sem var handtekinn í gær verður leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Þar verður tekin ákvörðun um það hvort hann verður úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Uppfært kl. 13:
Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi að minnsta kosti verið kölluð tvívegis að húsinu sólarhringinn áður en maðurinn fannst látinn þar í gær og að atburðir gærdagsins hafi haft nokkurn aðdraganda.