Landsréttur staðfesti 16 ára dóm yfir Magnúsi

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms og dæmdi Magnús Aron Magnússon í …
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms og dæmdi Magnús Aron Magnússon í 16 ára fangelsi fyrir manndráp í Barðavogi í fyrra. mbl.is/Arnþór

Landsréttur staðfesti í dag 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni Magnússyni fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmanni Heimissyni að bana í júní á síðasta ári í Barðavogi. Hafði Magnús verið fundinn sekur um manndráp af ásetningi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Magnús er aðeins 21 árs gamall.

Gylfi lést af völd­um heila­blæðing­ar sem og áverka á and­liti sem tor­velduðu önd­un. Lækn­ar sem gáfu skýrslu fyr­ir dómi sögðu árás­ina vera með því ofsa­fyllsta sem sést í árás­um þar sem ekki er áhald notað. 

Athygli vakti í dómi héraðsdóms að þar var sérstaklega vakin athygli á því að þótt Magnús Aron hafi verið met­inn sak­hæf­ur, sé ekki úti­lokað að al­var­leg veik­indi geti verið í upp­sigl­ingu hjá hon­um. 

Í ljósi mögu­legra veik­inda hans mat dóm­ur­inn mik­il­vægt að við fulln­ustu refs­ing­ar hans verði litið til stöðu hans og þess gætt að hann fái þá heil­brigðisþjón­ustu sem hann þurfi á að halda.

Í dóms­for­send­um héraðsdóms kem­ur fram að Magnús Aron eigi sér eng­ar sér­stak­ar máls­bæt­ur, enda hefði árás hans verið bæði ofsa­feng­in og hrotta­leg. 

Eft­ir um­fangs­mikið mat þriggja geðlækna og eins sál­fræðings, sem all­ir skiluðu mats­gerðum í mál­inu, var Magnús Aron met­inn sak­hæf­ur.

Þar með var álitið að refs­ing gæti borið ár­ang­ur. Í upp­hafi hafði einn mats­mann­anna haft efa­semd­ir að svo væri, en það réði úr­slit­um þegar hann sá hve vel gekk hjá Magnúsi í gæslu­v­arðhald­inu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert