Magnús Aron áfrýjar til Landsréttar

Magnús Aron Magnússon var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok …
Magnús Aron Magnússon var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl. mbl.is/Arnþór

Magnús Aron Magnússon, sem sakfelldur var í lok apríl fyrir að verða nágranna sínum að bana, hefur áfrýjað máli sínu til Landsréttar. Magnús Aron var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Bjarni Hauksson, verjandi Magnúsar Arons, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 

Hann sagðist vænta þess að eitthvað færi að gerast í málinu í ágúst þegar dómstólarnir væru komnir úr sumarfríi. 

Magnús Aron var sakfelldur fyrir manndráp af ásetningi og var einnig gert að greiða bætur upp á 31,5 milljónir króna til aðstandenda hins látna. 

Við réttarhöldin kom fram að Magnús Aron glímdi við alvarlegan geðrænan vanda. Hann væri líklegast á einhverfurófi og mögulega þróað með sér persónuleikaröskun. Þó væri hann metinn sakhæfur.

Í dómi héraðsdóms, sem birtur var í maí, segir að gæta þurfi að því að Magnús Aron fái þá heilbrigðisþjónustu sem hann þurfi á að halda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert