Grunur er um að maðurinn sem lést í austurbæ Reykjavíkur í gærkvöldi hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað.
Þetta herma heimildir RÚV. Þar kemur fram að karlmaðurinn sem var handtekinn í tengslum við mannslátið sé fæddur árið 2001.
Lögreglu barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 19:30 í gærkvöldi, en það var karlmaður á fimmtugsaldri sem fannst látinn.