Talinn hafa látist af völdum barsmíða

Grunur er um að maðurinn sem lést í austurbæ Reykjavíkur í gærkvöldi hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað.

Þetta herma heimildir RÚV. Þar kemur fram að karlmaðurinn sem var handtekinn í tengslum við mannslátið sé fæddur árið 2001.

Lög­reglu barst til­kynn­ing um málið rétt fyr­ir klukk­an 19:30 í gærkvöldi, en það var karl­maður á fimm­tugs­aldri sem fannst lát­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka