Frelsið tryggir ekki betri þjónustu

Leigubílafrumvarp sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram er …
Leigubílafrumvarp sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram er nú til umfjöllunar á Alþingi. mbl.is/Unnur Karen

Engin rök eða rannsóknir eru fyrir því að afnám takmarkana á fjölda leyfa til leigubílaaksturs á tilteknum svæðum, skili sér í betri þjónustu. Þetta segir í umsögn Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við svonefnt leigubílafrumvarp, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram og er nú til umfjöllunar á Alþingi. Gert hefur verið ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á yfirstandandi þingi og taki gildi 1. september nk.

Inntak frumvarpsins er stóraukið frelsi í öllu sem að leiguakstri snýr. Gert er til dæmis ráð fyrir að öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verði numin úr gildi, svo sem að akstur sé aðalstarf leyfishafa. Þá verða þeir ekki lengur skyldugir til að hafa afgreiðslu á leigubílastöð. Sömuleiðis mætti gefa undanþágu frá skyldu um notkun gjaldmælis í bíl þegar ekið er fyrir fyrir fram umsamið fast gjald.

Öðruvísi atvinnuleyfi

Verði frumvarpið svo að lögum er ætlunin að gefa út nýjar tegundir af atvinnuleyfum til leigubílstjóra. Annars vegar yrðu í boði leyfi til starfa sem leigubílstjóri, þrátt fyrir að leyfishafi reki ekki sjálfur bílinn, og hins vegar leyfi til þess sem rekur og ekur eigin bíl.

Fyrir liggja upplýsingar um að í þeim löndum, þar sem akstur og rekstur leigubifreiða hefur verið gefinn frjáls, að verð fyrir þjónustuna hefur hækkað, segir í umsögn Hreyfils. Er þar bent á reynslu frá Finnlandi, þar sem akstur og rekstur leigubíla var gefinn frjáls fyrir fjórum árum síðan.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert