Nafn mannsins sem lést

mbl.is/Sverrir

Maðurinn sem lést í árás í Barðavogi á laugardagskvöld hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Dánartilkynning þess efnis birtist í Morgunblaðinu í dag.

Gylfi starfaði sem veitingamaður en hann stofnaði meðal annars veitingavagninn Gastro Truck.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á sunnudag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 1. júlí vegna árásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert