Skipulögð glæpastarfsemi ekki velkomin

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir skipulagða glæpastarfsemi vaxandi vandamál á Íslandi.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir skipulagða glæpastarfsemi vaxandi vandamál á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir skipulagða glæpastarfsemi vera vaxandi vandamál á Íslandi. Hann hefur beitt sér fyrir styrkingu lögreglunnar og hyggst gera það áfram.

Jón segir skipulagða glæpastarfsemi ekki velkomna til Íslands, í færslu á Facebook sem hann birti fyrir skemmstu. 

„Lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag frá því að hún hefði lagt hald á mesta magn fíkniefnamáls hér á landi, segir í færslu Jón og vísar hann til máls sem mbl.is fjallaði um í dag, þar sem lagt var hald á fíkniefni að andvirði 1,7 milljarða. Tuttugu hafa verið handteknir en málin hafa verið í rannsókn um nokkra hríð.

„Samvinna milli lögregluembætta hefur hér skipt máli og sýnir hversu mikilvægt það er að lögreglan í landinu geti með samstilltum hætti brugðist við nýjum og flóknum verkefnum. Við þurfum að horfast í augu við að skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál hér á landi og það þarf að grípa til aðgerða til að bregðast við henni,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert