Gæsluvarðhald framlengt í Barðavogsmálinu

Frá Barðavogi.
Frá Barðavogi. mbl.is/Sólrún

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í íbúðar­húsi við Barðavog í Reykja­vík þann 4. júní var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til áframhaldandi gæsluvarðhalds til föstudagsins 29. júlí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að maðurinn sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápinu 4. júní.

Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um rann út í dag. 

Fyrr í dag sagði Ein­ar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is., að rann­sókn máls­ins miði vel. Beðið er eft­ir gögn­um, m.a. skýrslu frá rétt­ar­meina­fræðingi og lækna­gögn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert