Farið verður fram á lengra gæsluvarðhald í dag yfir ungum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið öðrum að bana í íbúðarhúsi við Barðavog í Reykjavík þann 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag.
Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Aðspurður segir Einar að rannsókn málsins miði vel. Beðið er eftir gögnum, m.a. skýrslu frá réttarmeinafræðingi og læknagögnum.
Eins og áður hefur komið fram hlaut hinn grunaði skilorðsbundinn dóm fyrir minni háttar líkamsárás árið 2020.