Óska lengra gæsluvarðhalds í Barðavogsmáli

Frá Barðavogi.
Frá Barðavogi. mbl.is/Óttar

Farið verður fram á lengra gæsluvarðhald í dag yfir ungum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið öðrum að bana í íbúðarhúsi við Barðavog í Reykjavík þann 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag. 

Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is. 

Aðspurður segir Einar að rannsókn málsins miði vel. Beðið er eftir gögnum, m.a. skýrslu frá rétt­ar­meina­fræðingi og lækna­gögn­um.

Eins og áður hefur komið fram hlaut hinn grunaði skilorðsbundinn dóm fyr­ir minni hátt­ar lík­ams­árás árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert