Notendur lokkaðir inn á falsaðan netbanka

Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast …
Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­bank­inn var­ar í til­kynn­ingu við svik­um sem hafa átt sér stað í nafni bank­ans.

Bank­inn ít­rek­ar að aldrei skuli staðfesta innskráningu eða milli­færslu nema að viðkom­andi aðili ætli sér raun­veru­lega að skrá sig inn eða milli­færa.

Óvíst er hvort hægt sé að end­ur­heimta fé sem tap­ast með þess­um hætti og þá get­ur viðkom­andi aðili setið uppi með tjónið.

Not­enda­upp­lýs­ing­ar í hend­ur netþrjóta

Fram kem­ur í téðri til­kynn­ingu að í vik­unni hafi bank­inn orðið var við netsvik sem fólust í því að not­end­ur voru lokkaðir inn á falsaða inn­skrán­ing­arsíðu fyr­ir net­banka Lands­bank­ans.

Ein­hverj­ir viðskipta­vin­ir bank­ans slógu inn not­and­a­nafn og lyk­il­orð og þar með voru netþrjót­ar komn­ir með þær upp­lýs­ing­ar. Í kjöl­farið fengu þeir beiðni frá svik­ur­un­um um að auðkenna sig, m.a. með því að gefa upp leyn­i­núm­er.

Í til­kynn­ingu bank­ans seg­ir að þess­ar upp­lýs­ing­ar nægi þó ekki til að svik­ar­arn­ir geti skráð sig inn í net­bank­ann held­ur verði að staðfesta inn­skrán­ingu með því að veita samþykki, t.d. með því að slá inn auðkenn­ing­ar­núm­er sem berst með SMS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert